Gauti þarf að skila lúxuskerrunni

Emmsjé Gauti þarf að fá sér nýjan bíl.
Emmsjé Gauti þarf að fá sér nýjan bíl. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Más­son, bet­ur þekkt­ur sem Emm­sjé Gauti, þarf að fá sér nýjan bíl. Gauti hefur verið í samstarfi við bílaumboðið Heklu undanfarin ár. Hann hefur keyrt um á glæsilegum Audi-bíl og í leiðinni auglýst bílinn á samfélagsmiðlum. Samstarfið gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. 

„Eftir frábært samstarf við Audi á Íslandi síðustu tvö árin er komið að því að klípa sig í höndina og skila lúxuskerrunni,“ skrifar Gauti á Facebook. „Ég er auðvitað að spá í þessu allt of seint og vantar að leigja bíl í 1-2 mánuði á meðan ég finn mér bíl. Helst bíl sem rúmar tvo barnabílstóla. Langar að tékka á stöðunni á vinum og vandamönnum áður en ég fer í bílaleigurnar.“

Samstarfið við bílaumboðið vakti mikla athygli í fyrra. Gauti og bílaumboðið Hekla fengu áminningu frá Neytendastofu fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.