Ver partíhald dætranna

Kris Jenner sagði að fjölskyldan reyndi að fara eftir settum …
Kris Jenner sagði að fjölskyldan reyndi að fara eftir settum reglum og vera ábyrg. AFP

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner segir að vel hafi verið staðið að partíhaldi dætra hennar á síðustu vikum. Kim Kardashian West hélt fertugsafmælisveislu á einkaeyju fyrir tæpum tveimur vikum og Kendall Jenner hélt upp á 25 ára afmælið sitt um liðna helgi. 

Báðar hafa þær hlotið mikla gagnrýni fyrir að halda fjölmenn partí en andlitsgrímur voru ekki fyrirferðarmiklar á partímyndum. Í báðum tilvikum fóru gestir í skimun og í tilviki Kardashian West voru gestir beðnir að vera í sjálfskipaðri sóttkví fyrir veisluna. 

Kris Jenner var gestur Andys Cohens í útvarpsþættinum Radio Andy í gær. Þar sagði hún að fólk yrði að fá að lifa lífi sínu. 

„Við lifum okkar lífi og reynum að vera gott fólk,“ sagði Jenner þegar Cohen fór að spyrja út í hvernig hún tækist á við neikvæðu athugasemdirnar um börnin hennar. 

„Við þurfum að takast á við fullt af fólki með mismunandi skoðanir og það eina sem við getum gert er að lifa okkar lífi eins og við getum, taka ábyrgð og gera það rétta í stöðunni. Og við erum að því,“ sagði Jenner. 

„Í partíinu hennar Kennall fóru allir í skimun áður en þeir fóru inn og þurftu að bíða í hálftíma eftir niðurstöðunum,“ sagði Jenner og bætti við að allir hefðu líka verið skimaðir nokkrum dögum fyrir afmælið til að tryggja öryggi allra. 

„Við gerum það sem við getum. Við reynum að fylgja reglunum. Og síðan, ef fólk vill gera athugasemdir og gagnrýna, ég get ekki stjórnað því. Ég get bara stjórnað því hvernig við högum okkur, og ég reyni að gera mitt besta,“ sagði Jenner. 

Dóttir hennar Kendall hélt afmælisveislu sína á bar í Vestur-Hollywood á laugardagskvöldið þar sem að minnsta kosti 100 manns komu saman til að fagna afmælinu. Heimildarmaður People sagði að Kendall hefði búist við gagnrýni og því sett regluna um að bannað væri að deila myndum á samfélagsmiðlum. 

Það féll um sjálft sig og fréttirnar kvisuðust út á sunnudag um að hún hefði haldið svona stórt partí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson