Britney reynir enn að bola pabba út

Britney Spears vill losna undan föður sínum en það hefur …
Britney Spears vill losna undan föður sínum en það hefur reynst henni erfitt. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears reynir áfram að bola föður sínum úr hlutverki lögráðamanns síns. Sem stendur er faðir hennar, Jamie Spears, meðlögráðamaður hennar en hefur Britney nú fundið nýja leið til að reyna að koma honum frá völdum. 

Á þriðjudag, 3. nóvember, sótti lögmaður Britney, Sam Ingham, um að Bessemer Trust Company færi eitt með stjórn yfir viðskiptum Britney. Faðir hennar samþykkti í síðasta mánuði að fyrirtækið yrði meðstjórnandi viðskipta hennar ásamt honum. Nú vill Britney pabba sinn alfarið burt. 

Tristar Sports and Entertainment Group sagði upp starfi sínu sem viðskiptastjóri Britney án fyrirvara í október. Hinn 1. nóvember réð Jamie Micael Kane til starfa án þess að bera það undir dóttur sína.

Í bréfi sínu til dómstóla segir Ingham að þessar vendingar séu skýr merki um að Jamie sé að reyna að fá fullt forræði yfir dóttur sinni aftur. Hann segir að það sé dauðadæmt að skapa gott samband á milli Britney, Bessemer Trust og Jamies eftir þessar vendingar. 

Lögráðamál Britney verður enn og aftur tekið fyrir hjá dómara 10. nóvember næstkomandi þar sem bréf Inghams verður einnig tekið fyrir. 

Jamie hefur verið lögráðamaður Britney síðan í febrúar 2008. Hann steig tímabundið til hliðar á síðasta ári vegna veikinda og þá var Jodi Montgomery skipuð tímabundinn lögráðamaður hennar. Í haust óskaði Britney svo eftir að hún yrði gerð að lögráðamanni hennar og vildi ekki fara aftur undir stjórn föður síns. 

Us Weekly

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant