Skilja eftir 21 árs hjónaband

Erika Jayne varð 49 ára í sumar.
Erika Jayne varð 49 ára í sumar. Skjáskot/Instagram

Real Housewives of Beverly Hills-stjarnan Erika Jayne hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn, Tom Girardi. Þau hafa verið gift frá árinu 1999. TMZ greinir frá.

Jayne varð 49 ára á þessu ári og hefur meðal annars reynt fyrir sér í tónlistargeiranum. Hún varð hluti af RHOBH árið 2015. 

Lögmaðurinn Girardi er töluvert eldri en Jayne en hann varð 81 árs í sumar og því er 32 ára aldursmunur á þeim. Þau eiga engin börn saman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.