Depp yfirgefur Fantastic Beasts

Johnny Depp hefur sagt skilið við Grindelwald.
Johnny Depp hefur sagt skilið við Grindelwald. AFP

Leikarinn Johnny Depp hefur sagt skilið við Fantastic Beasts-kvikmyndirnar aðeins nokkrum dögum eftir að hann tapaði í meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp sagði í bréfi til aðdáenda sinna að hann hefði verið beðinn um að segja sig frá verkefninu. BBC greinir frá.

Depp höfðaði mál gegn útgefanda The Sun vegna greinar sem birtist á vef þeirra árið 2018. Í fréttinni var hann sagður hafa lamið þáverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard. Málið var tekið fyrir í Bretlandi í lok sumars og var dómur kveðinn upp á þriðjudaginn síðastliðinn. Þar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að það sem The Sun skrifaði hefði verið nægilega satt. 

Í vikunni sagði Depp niðurstöðu dómsins vera óraunverulega og að hann hygðist áfrýja dómnum. 

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros, sem kemur að framleiðslu Fantastic Beasts-kvikmyndanna, hefur staðfest að óskað hafi verið eftir því að Depp segði sig frá verkefninu. 

Fantastic Beasts-kvikmyndirnar gerast í heimi galdramannsins Harry Potter og eru forsaga kvikmyndanna átta. Í fyrstu myndinni, Fantastic Beasts and Where to Find Them, fór Depp með hlutverk galdramannsins Grindelwald. 

Hann fór svo með aðalhlutverkið í annarri kvikmyndinni, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Hún kom út árið 2018. 

Þriðja myndin í seríunni er í framleiðslu og er ráðgert að hún komi út árið 2022. 

View this post on Instagram

A post shared by Johnny Depp (@johnnydepp) on Nov 6, 2020 at 8:15am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant