Neitar ásökunum fyrrverandi eiginkonunnar

Phil Collins segir ásakanirnar vera dónalegar og tilraun til fjárkúgunar.
Phil Collins segir ásakanirnar vera dónalegar og tilraun til fjárkúgunar.

Tónlistarmaðurinn Phil Collins neitar ásökunum fyrrverandi eiginkonu sinnar Orianne Cevey um að hann hafi hætt að þrífa sig og ekki getað stundað kynlíf. Hann segir ásakanirnar dónalegar, málinu óviðkomandi og tilraun til fjárkúgunar. 

Collins og Cevey skildu árið 2008 en byrjuðu aftur saman fjórum árum seinna og gengu aldrei aftur í það heilaga. Eftir þessi sambandsslit fer Cevey fram á helminginn í glæsihýsi hans og segir hann hafa lofað sér því. Í ágúst gekk hún að eiga Thomas Bates. 

Í nýjustu gögnum málsins heldur Cevey því fram að Collins hafi hætt að fara í sturtu og bursta tennurnar. Hún segir hann hafa verið háðan þunglyndislyfjum og hann hafi beitt sig andlegu ofbeldi í um ár. Hún hafi ekki getað annað en haldið sig frá honum. Þar að auki segir hún hann ekki hafa getað stundað kynlíf og ekki getað sýnt sér né börnum þeirra ást og andlegan stuðning. 

Í nýjustu skjölunum frá lögfræðingateymi Collins neitar hann þessum ásökunum og segir þær tilraun til fjárkúgunar. 

Collins lagði fram kæru gegn henni fyrir að yfirgefa ekki húsakynni hans í Miami á tilsettum tíma hinn 12. október. Hún hafði samþykkt að yfirgefa húsið í samkomulagi sem þau gerðu í janúar. 

People

Collins og Chevey þegar allt lék í lyndi árið 2001.
Collins og Chevey þegar allt lék í lyndi árið 2001. ROSE PROUSER
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson