Hafnaði beiðni Britney Spears

Skjáskot/YouTube

Bandarískur dómstóll hefur vísað frá beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að faðir hennar verði settur af sem umsjónarmaður eigna hennar.

Jamie Spears hefur verið lögráðamaður dóttur sinnar í 12 ár vegna áhyggna af andlegri heilsu hennar. Lögmaður Britney Spears segir að skjólstæðingur hans hafi verið hrædd við hann og hún myndi ekki koma fram opinberlega svo lengi sem hann héldi hlutverki sínu, að því er segir í frétt BBC.

Lögmaður Jamie Spears segir að umbjóðandi hans hafi alltaf sett hag dóttur sinnar í forgang. Að sögn dómarans í málinu getur hún áfrýjað ákvörðun dómstólsins en þangað til, að beiðni Britney, mun fjármálafyrirtækið Bessemer Trust taka að sér að vera umsjónarmaður eigna hennar ásamt föður hennar.

Frétt BBC í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson