Tekur Mikkelsen við af Depp?

Mads Mikkelsen er líklegur til þess að taka við hlutverki …
Mads Mikkelsen er líklegur til þess að taka við hlutverki Johnnys Depps í Fantastic Beasts-myndunum. AFP

Danski leikarinn Mads Mikkelsen á í viðræðum um taka að sér hlutverk galdrakarlsins Gellerts Grindelwalds í kvikmyndinni Fantastic Beasts 3 að því er fram kemur á vef Variety. Johnny Depp fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum en var nýlega beðinn að hætta. 

Depp greindi frá því fyrir helgi að framleiðandi myndanna, Warner Bros., hefði beðið sig að stíga til hliðar. Tilkynningin kom í kjölfar þess að hollywoodstjarnan tapaði meiðyrðamáli gegn útgefanda breska blaðsins The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna frétt­ar þar sem hann var sagður hafa beitt fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, leik­kon­una Am­ber Heard, of­beldi.

Framleiðsla á þriðju myndinni af forsögu Harry Potter-bókanna er nú þegar hafin. Ekki er búist við að mikið rask verði á gerð myndanna með því að skipta um leikara. Depp er einungis búinn að leika í einu atriði. 

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.