Fær milljarð fyrir eina senu

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP

Leikarinn Johnny Depp mun fá alla vega 1,3 milljarða fyrir eina senu í nýju Fantastic Beasts-kvikmyndinni. Depp sagði sig frá verkefninu að ósk framleiðslufyrirtækisins eftir að hann tapaði meiðyrðamálinu gegn The Sun. 

Framleiðsla á þriðju kvikmyndinni hófst í London 20. september síðastliðinn og var Depp búinn að leika í einni senu. Þar sem hann sagði sig frá verkefninu að ósk Warnes Bros. fær hann samt full laun greidd þótt hann muni ekki koma fram í kvikmyndinni. 

Laun hans fyrir kvikmyndina hafa ekki verið gefin upp að fullu en heimildir Page Six herma að reikningurinn hljóði upp á að minnsta kosti 10 milljónir bandaríkjadala eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

Ekki er búið að ráða mann í hlutverk Depps en sögusagnir herma að Mads Mikkelsen sé líklegur kostur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.