Á brókinni með dóttur sinni

Hér má sjá mæðgurnar Rumer Willis og Demi Moore við …
Hér má sjá mæðgurnar Rumer Willis og Demi Moore við tökur á myndinni Striptease. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Demi Moore fagnaði afmæli í vikunni og birti dóttir hennar, leikkonan Rumer Willis, nokkrar vel valdar myndir af þeim mæðgum á Instagram í tilefni dagsins. Nokkrar forvitnilegar myndir er að finna í myndasyrpunni. 

Willis óskaði móður sinni til hamingju með 58 ára afmælið og þakkaði fyrir að deila lífinu með henni. „Þú ert mesti töffarinn og fíflalegasta, kjánalegasta sporðdrekastríðskona sem ég þekki,“ skrifaði dóttirin. 

Stjörnudóttirin, sem er reyndar 32 ára, birti meðal annars mynd af sér með móður sinni við tökur á myndinni Striptease frá árinu 1996. Í myndinni lék Willis einmitt dóttur móður sinnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.