Ekki hægt að sleppa lotugræðgi Díönu

Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni.
Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni. Ljósmynd/Netflix

Nýjasta þáttaröðin af Krúnunni kemur á Netflix um helgina og er þáttur Díönu prinsessu stór í þáttaröðinni. Leikkonan Emma Corrrin fer með hlutverk Díönu en hún vildi leggja sérstaklega mikla áherslu á að sýna glímu Díönu við lotugræðgi. 

Corrin segir að þau hafi beðið handritshöfundana að skrifa lotugræðgina betur inn í handritið. 

„Mér leið eins og ef við ættum að reyna að lýsa lotugræðgi á heiðarlegan hátt þyrftum við að sýna hana í raun og veru, annars væri það vanvirðing við fólk sem hefur gengið í gegnum þetta,“ sagði leikkonan í útvarpsviðtali að því er fram kemur á vef People. „Mér finnst við ekki eiga að forðast þessa umræðu. Díana var mjög heiðarleg um reynslu sína af lotugræðgi og ég dái það.“

Í nýlegu viðtali við Variety sagði Corrin að það væri erfitt að gefa rétta mynd af Díönu án þess að sýna lotugræðgina sem hún glímdi við.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.