Ekki hægt að sleppa lotugræðgi Díönu

Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni.
Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni. Ljósmynd/Netflix

Nýjasta þáttaröðin af Krúnunni kemur á Netflix um helgina og er þáttur Díönu prinsessu stór í þáttaröðinni. Leikkonan Emma Corrrin fer með hlutverk Díönu en hún vildi leggja sérstaklega mikla áherslu á að sýna glímu Díönu við lotugræðgi. 

Corrin segir að þau hafi beðið handritshöfundana að skrifa lotugræðgina betur inn í handritið. 

„Mér leið eins og ef við ættum að reyna að lýsa lotugræðgi á heiðarlegan hátt þyrftum við að sýna hana í raun og veru, annars væri það vanvirðing við fólk sem hefur gengið í gegnum þetta,“ sagði leikkonan í útvarpsviðtali að því er fram kemur á vef People. „Mér finnst við ekki eiga að forðast þessa umræðu. Díana var mjög heiðarleg um reynslu sína af lotugræðgi og ég dái það.“

Í nýlegu viðtali við Variety sagði Corrin að það væri erfitt að gefa rétta mynd af Díönu án þess að sýna lotugræðgina sem hún glímdi við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant