Í skuldafeni eftir Game of Thrones

Jason Momoa sló ekki í gegn eftir Game of Thrones.
Jason Momoa sló ekki í gegn eftir Game of Thrones. AFP

Leikarinn Jason Momoa lenti í skuldafeni eftir að persóna hans var drepin í þáttunum Game of Thrones. Þótt líf hans sé gott í dag sló hann ekki í gegn fyrr en fimm árum eftir að hann lék í GoT. 

Momoa fór með hlutverk Khals Drogos sem var áberandi í fyrstu seríunni sem fór í loftið 2011 en ekki neitt eftir það. Hann segir að þættirnir hafi ekki verið jafn mikil lyftistöng fyrir sig og aðra leikara sem fóru með hlutverk í þáttunum. Stjörnurnar Sophie Turner, Maisie Williams, Emilia Clarke og Kit Harington léku öll í þáttunum og eru einar skærustu stjörnur Hollywood um þessar mundir. 

Í viðtali við InStyle segir Momoa að hann hafi ekki getað fengið vinnu eftir þættina. „Ég meina við vorum að svelta eftir Game of Thrones. Ég fékk ekki vinnu. Það er mikil áskorun þegar þú átt lítil börn og með miklar skuldir,“ sagði Momoa. 

Momoa er giftur Lisu Bonet og eiga þau tvö börn, Lolu og Nakoa-Wolf. 

Fimm árum seinna fékk hann aftur tækifæri til að sanna sig í bransanum þegar hann fékk hlutverk Aquamans í ofurhetjuheimi DC Comics.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.