Segir Trump hafa troðið sér inn í Home Alone 2

Chris Columbus segir að Donald Trump hafi troðið sér inn …
Chris Columbus segir að Donald Trump hafi troðið sér inn í Home Alone 2. AFP

Chris Columbus, leikstjóri kvikmyndarinnar Home Alone 2: Lost in New York, segir að upphaflega hafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, þá viðskiptamaður, ekki átt að vera í kvikmyndinni. Hann hafi hins vegar troðið sér inn í hana gegn því að hótel hans yrði notað. 

Columbus ræddi um gerð kvikmyndarinnar í viðtali við Insider í vikunni. Hann rifjaði upp að hann hefði langað til að taka upp senu í anddyrinu á Plaza-hótelinu, sem var þá í eigu Trumps. 

„Trump sagði okei. Við borguðum gjaldið, en hann sagði líka: „Þið megið ekki nota hótelið nema ég sé í kvikmyndinni,“ sagði Columbus og bætti við að hann hefði þá samþykkt að hafa Trump í myndinni. 

„Þegar við tókum upp senuna gerðist dálítið furðulegt  fólk fór að fagna þegar Trump kom á skjáinn. Þannig að ég sagði við klipparann minn: „Leyfðu honum að vera í myndinni. Þetta er sena fyrir áhorfendur,““ sagði Columbus en bætti við að hann hefði samt troðið sér í myndina.

Trump vísaði hinum unga Mcaulay Culkin til vegar.
Trump vísaði hinum unga Mcaulay Culkin til vegar. Ljósmynd/20th Century Fox
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson