Hætt saman eftir níu ára samband

Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru hætt saman.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru hætt saman. AFP

Leikaraparið Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru hætt saman eftir níu ára samband. Parið á saman tvö börn og koma sambandsslitin nokkuð á óvart í Hollwood. Parið er sagt hafa hætt saman í byrjun árs. 

„Sambandsslitin áttu sér stað í byrjun árs,“ sagði heimildarmaður People. Heimildarmaðurinn sagði sambandsslitin hafa verið í sátt og samlyndi og þau einbeittu sér nú að því að ala upp börnin sín saman.

„Það var ekkert drama eða skandall, þau áttu bara ekki samleið sem par lengur,“ sagði heimildarmaður ET. 

Leikkonan sem er 36 ára og leikarinn sem er 45 ára kynntust árið 2011 og trúlofuðu sig árið 2012 en gengu þó aldrei í hjónaband. 

Olivia Wilde og Jason Sudeikis árið 2013.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis árið 2013. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.