Jóakim þakklátur fyrir lífið eftir veikindi

Jóakim Danaprins.
Jóakim Danaprins. AFP

Jóakim Danaprins þakkar fyrir hvern dag sem hann fær. Hinn 51 árs gamli prins fékk heilablóðfall í Suður-Frakklandi í sumar og gekkst í kjölfarið undir heilaskurðaðgerð í Toulouse. 

Jóakim tók á móti fréttamanni danska ríkisútvarpsins DR í sendiráði Danmerkur í París þar sem hann starfar. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann veiktist í sumar. Prinsinn sagðist vera í góðu standi en viðurkennir að eiga endurhæfingu fyrir höndum. 

Jóakim býr í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni, Maríu prinsessu. Þau eiga saman tvö börn en Jóakim á einnig tvö eldri börn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Þrátt fyrir að það hafi verið Jóakim sem fékk heilablóðfallið og veiktist segir hann að veikindi hans hafi ekki síður haft áhrif á eiginkonu sína, börn og nánustu fjölskyldu. 

„Þess vegna er fjölskyldan einnig hluti af batanum og við þökkum guði fyrir hvern einasta dag,“ sagði Jóakim í viðtalinu. 

Vegna kórónuveirufaraldursins er fjölskyldan enn meira saman. Jóakim leggur áherslu á að njóta augnabliksins. Hann segir að þau þurfi ekki að hafa mikið fyrir stafni. Að hjálpa börnunum með heimanámið er dýrmætt, svo lengi sem fjölskyldan er saman. 

Jóakim prins og María prinsessa búa í Frakklandi.
Jóakim prins og María prinsessa búa í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler