Græða á tá og fingri eftir andlát

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl

Bandaríska tímaritið Forbes tekur saman tekjuhæstu stjörnurnar á hverju ári. Á hverju ári tekur það einnig saman tekjuhæstu stjörnurnar sem eru látnar. Á toppnum trónir Michael Jackson sem hagnaðist um 48 milljónir bandaríkjadala frá október 2019 fram í október 2020, eða um 6,5 milljarða íslenskra króna. 

Næsttekjuhæsta stjarnan sem fallin er frá er dr. Seuss sem lést árið 1991. Dánarbú hans skilaði 33 milljónum bandaríkjadala í kassann. Yfir sex milljónir eintaka af bókum hans seldust í Bandaríkjunum á síðasta ári. 

Þriðji tekjuhæsti er Charles Schulz, höfundur Charlie Brown, Snoopy og fleiri. Tekjur dánarbús hans voru 32,5 milljónir á síðasta ári. Hluta þess má rekja til þess að Apple TV+ sýndi nýja seríu af Snoopy in Space á þessu ári. 

Á listanum er að finna stjörnur á borð við Elvis Presley, John Lennon, Freddie Mercury og einnig Kobe Bryant sem lést sviplega í þyrluslysi á þessu ári.

Listi Forbes

 1. Michael Jackson - 48 milljónir
 2. Dr. Seuss - 33 milljónir
 3. Charles Schulz - 32,5 milljónir
 4. Arnold Palmer - 25 milljónir
 5. Elvis Presley - 23 milljónir
 6. Kobe Bryant - 20 milljónir
 7. Juice WRLD - 15 milljónir
 8. Bob Marley - 14 milljónir
 9. John Lennon - 13 milljónir
 10. Prince - 10 milljónir
 11. Freddie Mercury - 9 milljónir
 12. George Harrison - 8,5 milljónir
 13. Marilyn Monroe - 8 milljónir
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.