Lést af slysförum

Erick Morillo.
Erick Morillo. AFP

Andlát plötusnúðsins Ericks Morillos hefur verið úrskurðað sem slys. Morillo fannst látinn á heimili sínu í Miami í Flórída 1. september síðastliðinn en þá var ekki hægt að úrskurða um hvað olli andláti hans.

Samkvæmt krufningalækni í Miami-Dade sýslu var dánarorsök hans bráð ketamíneitrun og andlátið því skilgrein sem slys. 

Morillo var maðurinn á bak við slagarann I Like To Move It sem kom út árið 1993.

Þegar greint var frá andláti hans í september var einnig greint frá því að mánuði fyrr hefði hann verið kærður fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi. Morillo var ákærður fyr­ir að hafa ráðist á kon­una, sem er plötu­snúður líkt og hann, eft­ir að þau höfðu unnið sam­an á at­b­urði. Að sögn kon­unn­ar vaknaði hún nak­in og með Morillo nak­inn sér við hlið.

E Online

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki.