Lést af slysförum

Erick Morillo.
Erick Morillo. AFP

Andlát plötusnúðsins Ericks Morillos hefur verið úrskurðað sem slys. Morillo fannst látinn á heimili sínu í Miami í Flórída 1. september síðastliðinn en þá var ekki hægt að úrskurða um hvað olli andláti hans.

Samkvæmt krufningalækni í Miami-Dade sýslu var dánarorsök hans bráð ketamíneitrun og andlátið því skilgrein sem slys. 

Morillo var maðurinn á bak við slagarann I Like To Move It sem kom út árið 1993.

Þegar greint var frá andláti hans í september var einnig greint frá því að mánuði fyrr hefði hann verið kærður fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi. Morillo var ákærður fyr­ir að hafa ráðist á kon­una, sem er plötu­snúður líkt og hann, eft­ir að þau höfðu unnið sam­an á at­b­urði. Að sögn kon­unn­ar vaknaði hún nak­in og með Morillo nak­inn sér við hlið.

E Online

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.