Nýja kærastan aðeins 19 ára

Scott Disick og Amelia Hamlin eru sögð vera nýtt par.
Scott Disick og Amelia Hamlin eru sögð vera nýtt par. Samsett mynd

Raunveruleikaþáttastjarnan Scott Disick er byrjaður með 19 ára gamalli fyrirsætu að nafni Amelia Hamlin en sjálfur er Disick 37 ára. Hamlin og Disick hafa sést mikið saman undanfarnar vikur. Þau sáust leiðast á strönd í vikunni og birtust myndir af parinu á vef Daily Mail.

Disick lætur ekki mikinn aldursmun stoppa sig þegar ástin er annars vegar og er 18 ára aldursmunur ekki of mikið í hans huga. Móðir Hamlin er Lisa Rinna, leikkona og raunveruleikaþáttastjarna úr Real Hou­sewi­ves of Bever­ly Hills. Faðir hennar er leikarinn Harry Hamlin. 

Sögusagnir um samband Disick og Hamlin bárust eftir að þau sáust saman í afmælisveislu Kendall Jenner á hrekkjavökunni í lok október. Þau birtu einnig myndir á Instagram þegar þau fóru út að borða saman þann 9. nóvember.

Disick á börn með Kourtney Kardashian og þekkja aðdáendur Kardashian-fjölskyldunnar ólátabelginn vel. Disick hætti með fyrirsætunni Sofie Richie, sem er 22 ára, fyrir nokkrum mánuðum.

Lisa Rinna og Harry Hamlin eru foreldrar Ameliu Hamlin.
Lisa Rinna og Harry Hamlin eru foreldrar Ameliu Hamlin. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.