Parton lagði milljónir í Moderna-bóluefnið

Dolly Parton styrkti rannsókn og framleiðslu á bóluefni Moderna.
Dolly Parton styrkti rannsókn og framleiðslu á bóluefni Moderna. AFP

Tónlistarkonan Dolly Parton styrkti rannsókn og framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni um 1 milljón bandaríkjadala. Það eru um 135 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

Parton styrkti rannsóknarstöð Vanderbilt-háskólans á vormánuðum en rannsóknarstöðin lék lykilhlutverk í því að búa til bóluefnið ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna. 

Moderna tilkynnti í gær að bóluefni þess hefði 95% virkni samkvæmt grunnprófunum. 

Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine sem kom út í gær kemur fram í neðanmálsgrein að Dolly Parton hafi styrkt verkefnið. 

Parton greindi sjálf frá því í apríl að hún ætlaði að leggja eina milljón til verkefnis Vanderbilt-rannsóknarstöðvarinnar. „Minn góði vinur dr. Naji Abumrad, sem hefur unnið að rannsóknum hjá Vanderbilt í mörg ár, sagði mér frá því að þau væru að ná spennandi áföngum í rannsóknum á lausn vegn kórónuveirunni. Ég ætla að styrkja Vanderbilt um eina milljón og hvet fólk sem getur að gera slíkt hið sama,“ skrifaði Parton á Instagram í apríl. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson