Seldi plötur Swift án hennar vitneskju

Fyrstu sex plötur Taylor Swift voru seldar án hennar vitneskju.
Fyrstu sex plötur Taylor Swift voru seldar án hennar vitneskju. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur staðfest að fyrrverandi umboðsmaður hennar, Scooter Braun, hafi selt réttinn að sex plötum hennar. 

Greint var frá því í gær, mánudag, að Braun hefði selt plötur hennar til fjárfesingasjóðs. Sagt er að samningurinn hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala. 

Swift skrifaði á Twitter í gær að þetta væri í annað skipti sem tónlistin hennar væri seld án hennar vitundar. 

Swift og Braun hafa tekist á bæði fyrir dómstólum og í fjölmiðlum. Swift skrifaði undir samning hjá plötuútgáfunni Big Machine árið 2004. Samningurinn fól í sér að plötuútgáfan ætti réttinn á fyrstu sex plötunum hennar gegn því að hún fengi háa fjárhæð greidda fyrir fram til að koma ferli sínum í tónlistinni af stað. 

Í tónlistarheiminum er það svo að ef þú átt réttinn að plötunni stjórnar þú algjörlega ferðinni, hvort platan verði endurútgefin, hvort hún sé notuð í auglýsingum og hvort hún sé á streymisveitum. Þannig getur eigandi plötu hagnast vel á réttinum. 

Braun keypti Big Machine í júní árið 2019 og rétturinn á plötum Swift fylgdi með. Síðan þá hefur Swift sótt hart að honum. Hún hefur leitað allra leiða til að eignast réttinn að plötunum sínum og hefur reynt að semja við Braun sem ekki haggast.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson