Harry Potter-stjarna sló met Attenborough

Rupert Grint var fljótastur að ná milljón fylgjendum á Instagram.
Rupert Grint var fljótastur að ná milljón fylgjendum á Instagram. Wikipedia

Harry Potter-stjarnan Rupert Grint sló met sjónvarpsstjörnunnar David Attenborough þegar hann skráði sig á Instagram 10. nóvember. Grint var aðeins fjórar klukkustundir og eina mínútu að fá milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum. 

Attenborough sló metið í september síðastliðnum þegar hann skráði sig á Instagram og náði milljón fylgjendum á fjórum klukkustundum og 44 mínútum. Þá sló Attenborough met leikkonunnar Jennifer Aniston sem skráði sig á Instagram í október 2019 og var komin með milljón fylgjendur eftir fimm klukkustundir og 16 mínútur. 

Þótt Grint hafi verið fljótari en Attenborough og Aniston að komast upp í milljón er hann ekki með jafn marga fylgjendur í heildina. Grint er með 3,3 milljónir í dag en Attenborough með 6,2 milljónir. Aniston er svo töluvert mikið vinsælli heldur en þeir bresku því hún er með 35,7 milljónir fylgjenda.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.