Hljóðleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins fer af stað á morgun.
Hljóðleikhús Þjóðleikhússins fer af stað á morgun. mbl.is/Golli

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins hefur göngu sína annað kvöld klukkan átta. Hljóðleikhúsið verður í beinni útsendingu á vef leikhússins og á Facebook. Fyrsta sýning er Skugga Sveinn í leikstjórn Benedikts Erlingssonar en verkið er flutt af leikurum Þjóðleikhússins. 

Alla fimmtudaga í aðventunni mun Þjóðleikhúsið vera með beinar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi og flytja landsmönnum þekktar perlar leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin. Útsendingarnar verða í anda hins klassíska útvarpsleikhúss sem Íslendingar þekkja flestir all vel.

Dagskráin er klár fram að jólum en alls verða fimm verk leikin. Sem kunnugt er liggur hefðbundið sýningarhald niðri í Þjóðleikhúsinu eins og öðrum sviðslistastofnunum í landinu vegna Covid-19. Þjóðleikhúsið hefur hins vegar efnt til fjölda verkefna á meðan og er hljóðleikhúsið hið nýjasta sem kynnt er.  Fyrir jólin verður leik- og grunnskólabörnum boðið á leiksýningar á virkum dögum um leið og aðstæður leyfa – en fleiri ný verkefni verða kynnt á næstunni. 

Dagskrá Hljóðleikhússins fram að jólum

19. nóvember - Skugga Sveinn eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar

26. nóvember - Rung læknir eftir Jóhann Sigurjónsson í leikstjórn Vigdísar Hrefnu Páldóttur

3. desember - Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur

12. desember - Dóttir Faraós eftir Jón Trausta í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur

17. desember - Ævintýri á gönguför eftir Hostrup í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.