Skammar fyrrverandi fyrir partístand

Meghan Kind og Jim Edmonds.
Meghan Kind og Jim Edmonds. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi hafnaboltakappinn Jim Edmonds er ekki ánægður með fyrrverandi eiginkonu sína, Meghan King, um þessar mundir. King er nú í einangrun eftir að hún greindist með kórónuveiruna en Edmond sakar hana um að haga sér á óábyrgan hátt í heimsfaraldri.

King hefur sótt þó nokkur partí undanfarnar vikur og fór í fjölmennt hrekkjavökupartí í lok október. Stuttu seinna flaug hún til Flórída og héld áfram að djamma.

Edmonds og King sóttu um skilnað í október á síðasta ári. Þau eiga þrjú börn saman, dótturina Aspen sem er þriggja ára og tvíburana Hayes og Hart tveggja ára. Þau dvelja nú hjá föður sínum á meðan móðir þeirra er í einangrun. 

TMZ hefur eftir heimildarmanni að Edmonds sé ekki hissa að barnsmóðir hans hafi smitast af veirunni þar sem hún hafi hagað sér mjög óábyrgt og bæði ferðast og farið í fjölmenn partí. 

King segist hins vegar hafa passað upp á persónulegar sóttvarnir í öllum þessum tilvikum. Í færslum hennar á instagram má sjá hana heilsa fjölda fólks með olnboganum eins og venjan er í heimsfaraldrinum. Hún var þó ekki með grímu á myndunum og vinir hennar ekki heldur.

View this post on Instagram

A post shared by Meghan King (@meghanking)

View this post on Instagram

A post shared by Meghan King (@meghanking)mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.