Weinstein veikur í einangrun

Harvey Weinstein er í einangrun þar til niðurstöður úr Covid-prófi …
Harvey Weinstein er í einangrun þar til niðurstöður úr Covid-prófi berast. AFP

Harvey Weinstein er veikur og hefur verið settur í 72 klukkustunda einangrun. Ekki hefur verið staðfest hvort hann sé smitaður af kórónuveirunni en hann fór í sýnatöku á þriðjudagsmorgun.

Weinstein situr inni í Wende fangelsinu í New York en hann afplánar núna 23 ára fangelsisdóm. 

Leikstjórinn fyrrverandi er talinn vera í áhættuhóp þar sem hann er 68 ára gamall, í ofþyngd og glímt við aðra heilsukvilla eins og of háan blóðþrýsting. 

Talsmaður fangelsismála í New York ríki í Bandaríkjunum sagði að ekki væri hægt að svara spurningum um tiltekna fanga en að ef grunur væri um að fangi væri smitaður væri hann samstundis settur í einangrun og sýni tekið. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant