Bónorðið eftirminnilegasta atriðið

Hollywood leikkonan Reese Witherspoon.
Hollywood leikkonan Reese Witherspoon. Evan Agostini/Invision/AP

Leikkonan Reese Witherspoon minntist þess á dögunum að 15 ár eru liðin síðan kvikmyndin Walk the Line kom út. Witherspoon fór þar með hlutverk söngkonunnar June Carter Cash sem gekk að eiga tónlistarmanninn Johnny Cash sem óskarsverðlaunahafinn Joaquin Phoenix túlkaði. 

„Að leika June Carter hefur verið eitt það mest gefandi í lífi mínu. Allt frá stórkostlegu búningunum sem Arianne Phillips hannaði til þess að taka upp öll þessi klassísku kántrílög með T. Bone Burnett og allra þessa ótrúlega atriða sem James Mangold skrifaði og leikstýrði,“ sagði Witherspoon í færslu sinni á instagram. 

Witherspoon hlaut Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Carter árið 2005. Hún segir eftirminnilegasta atriðið hafa verið þegar Cash bað hennar á sviðinu. 

„Ég mun aldrei gleyma bónorðsatriðinu, hvernig Joaquin horfði á June með ljósin í bakið og bað hana að giftast sér fyrir framan fullan sal af fólki. Maður gat heyrt saumnál detta,“ sagði Witherspoon. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.