Hæðst að Nígellu fyrir að rista brauð

Nigella Lawson notar mikið smjör á ristaða brauðið sitt.
Nigella Lawson notar mikið smjör á ristaða brauðið sitt.

Allt ætlaði um koll að keyra í Bretlandi eftir þátt Nigellu Lawson Cook, Eat, Repeat sem var sýndur á mánudaginn. Þar varði hún fimm mínútum í að kenna landanum að rista brauð. Þar lýsir hún verknaðinum í tveimur stigum: 

„Um leið og brauðið kemur úr ristinni smyr ég það með smjöri þannig að smjörið nái að bráðna. En þá er komið að öðru stigi og það er að smyrja brauðið aftur. Ég nota ósaltað smjör og strái saltflögum yfir brauðið áður en ég borða það.“

Áhorfendur voru ekki jafnhrifnir og margir létu skoðun sína í ljós á Twitter:

„Nigella sýnir þjóðinni hvernig á að rista brauð ... fimm mínútur sem ég fæ aldrei til baka.“

„Nú er ég hlessa ... Nigella fann upp ristað brauð með smjöri!“

„Sjávarsalt á ristað brauð. Ný Nigellu-uppskrift. Þetta ár verður bara skrítnara og skrítnara.“

„Nigella er sú eina sem kemst upp með það að kenna manni að rista brauð.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.