Leita skýringa á bossamyndarlæki páfans

Frans páfi líkaði við bossamynd brasílísku fyrirsætunnar.
Frans páfi líkaði við bossamynd brasílísku fyrirsætunnar.

Vatíkanið leitar nú svara hjá samfélagsmiðlinum Instagram um af hverju opinber aðgangur Frans páfa líkaði við bossamynd hjá brasílískri fyrirsætu.

Það komst í fréttirnar í vikunni þegar aðgangur páfans hafði af einhverjum ástæðum lækað mynd af fyrirsætunni Nataliu Garibotto. Lækið var enn sjáanlegt hinn 13. nóvember áður en það var tekið í burtu.

Lækið hefur vakið mikla kátínu og grínaðist Garibotto sjálf með að nú vissi hún allavega að hún kæmist til himna. Garibotto er með 2,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum. 

Kaþólska fréttastofan Catholic News Agency segist hafa heimildir fyrir því að samskiptastofa Vatíkansins leiti nú skýringa á því af hverju myndin fékk læk frá páfanum. Heilt teymi stýrir samfélagsmiðlaaðgöngum páfans. 

Páfinn er vinsæll á Instagram og er með 7,4 milljónir fylgjenda þar og 18,8 milljónir fylgjenda á Twitter.

Myndina sem páfinn lækaði, eða lækaði ekki, má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.