Þorláksmessutónleikar Bubba í beinu streymi

Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens verður streymt beint á Þorláksmessukvöld.
Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens verður streymt beint á Þorláksmessukvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinir geysivinsælu Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða aðgengilegir í beinu streymi 23. desember. Fyrirhuguð tónleikaröð Bubba í desember hefur verið fram í lok janúar og byrjun febrúar á næsta ári. 

Miðinn á tónleikana á Þorláksmessukvöld er með ódýrasta móti og kostar aðeins 1.800 krónur. Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum myndlykla símafyrirtækjanna og þarf hvert heimili aðeins að kaupa einn miða. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 en miðasalan verður auglýst síðar. 

Rúmlega 2.000 miðar hafa selst á tónleikana í Hörpu, Bæjarbíói, Bíóhöllinni og Hofi. „Við þessu er lítið að gera en þetta er í fyrsta sinn í marga áratugi sem ég sit ekki andspænis vinum og aðdáendum og spila fyrir þau uppáhaldslögin okkar fyrir hátíðarnar,“ segir Bubbi. 

Miðar á tónleikakana færast sjálfkrafa á nýjar dagsetningar og eru þær eftirfarandi.

  • Bæjarbíó 19. janúar
  • Bæjarbíó 20. janúar
  • Bæjarbíó 21. janúar
  • Eldborg 29. janúar
  • Bíóhöllin Akranesi 4. febrúar
  • Hof Akureyri 6. febrúar
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.