Giftu sig samtals 27 sinnum

Ava Gardner lést árið 1990, 67 ára að aldri.
Ava Gardner lést árið 1990, 67 ára að aldri. AFP

„Þetta breytist fljótt í Hollywood,“ stóð í frétt Morgunblaðsins fyrir réttum 75 árum, 21. nóvember 1945, þess efnis að Ava Gardner, fyrrverandi eiginkona Mickeys Rooneys, og Artie Shaw, fyrrverandi eiginmaður Lönu Turner, væru á leið í hnapphelduna. Dugði ekki minna en baksíðan undir þessi merku tíðindi með mynd af þeim skötuhjúum.

Ástæðan fyrir því að við stöldrum við þessa frétt öllum þessum árum síðar er vitaskuld sú að við erum ekki að tala um neina viðvaninga í hjónaböndum, samtals rölti þetta góða fólk 27 sinnum upp að altarinu. Segi ég og skrifa, 27 sinnum. Og við erum ekki að tala um persónur sem þau léku í kvikmyndum eða sjónvarpi, heldur þau sjálf undir eigin nafni í veruleikanum.

Ava og Artie hress á baksíðu Morgunblaðsins árið 1945.
Ava og Artie hress á baksíðu Morgunblaðsins árið 1945.


Rooney og Shaw kvæntust átta sinnum hvor, Turner átti alls sjö eiginmenn en giftist einum þeirra tvisvar, sumsé átta hjónabönd í það heila, en Gardner var langsamlega lötust þeirra fjögurra, gifti sig „aðeins“ þrisvar.

Þau voru rétt að hitna á þessum tíma en hjónaband Rooneys og Gardner var það fyrsta hjá þeim báðum. Þau voru gefin saman 1942 en skildu strax ári síðar. Gardner giftist Shaw 1945, eins og fyrr segir, en skildi líka við hann ári síðar. Hún gekk loks að eiga Frank Sinatra 1951 og entist það hjónaband í heila eilífð á Hollywood-mælikvarða, eða til ársins 1957. Ekki fylgir sögunni hvort sérstök verðlaun fengust fyrir slíkt úthald á þeim tíma.

Fékk taugaáfall

Lana Turner og Artie Shaw höfðu aðeins farið á eitt stefnumót þegar þau ákváðu að skella sér þráðbeint til Las Vegas og láta pússa sig saman snemma árs 1940, hún var nítján ára en hann 28. Hjónabandið dugði aðeins í fjóra mánuði. Turner sagði síðar að Shaw hefði komið fram við sig eins og „heimska og villta ljósku“ og ekkert verið að fela það. Það hafði djúpstæð áhrif á leikkonuna sem fékk taugaáfall.

Lana Tuner giftist átta sinnum, sjö mönnum.
Lana Tuner giftist átta sinnum, sjö mönnum. AFP


Næst gekk Turner að eiga leikarann og veitingamanninn Steve Crane árið 1942 en lét ógilda hjónabandið þegar hún komst að því að Crane átti aðra konu fyrir. Það varð til þess að hann losaði sig með lögformlegum hætti við þá konu og þau Tuner giftu sig aftur 1943. Það hjónaband dugði fram á árið 1944.

Næst var hún gift Bob nokkrum Topping frá 1948 til 1952 og Tarzanígildinu Lex Barker frá 1953 til 1957. Fred May spreytti sig á því að vera kvæntur henni frá 1960 til 1962 og Robert Eaton frá 1965 til 1969. Loks kom röðin að dáleiðandanum og svikahrappinum Ronald Pellar en þau deildu sæng frá 1969 til 1972. Raunar var sambandinu lokið strax 1970 eftir að Turner komst að því að Pellar hafði stolið af henni fé.

Nánar er fjallað um hjónaböndin 27 í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.