Ekki nógu falleg til að vera stjarna

Önyu Taylor-Joy finnst hún vera með skrítið andlit.
Önyu Taylor-Joy finnst hún vera með skrítið andlit.

Leikkonan Anya Taylor-Joy segir að henni finnist hún ekki falleg og vill ekki fara í bíó til að horfa á bíómyndirnar sem hún leikur í.

Taylor-Joy skaust nýverið upp á stjörnuhimininn í þáttunum The Queens Gambit á Netflix. Þættirnir hafa heldur betur slegið í gegn og ekki síst fyrir frammistöðu leikkonunnar í þáttunum. 

„Ég hef aldrei og ég held ég muni aldrei hugsa um sjálfa mig sem fallegar. Mér finnst ég ekki nógu falleg til að vera í kvikmyndum. Það hljómar aumkunarvert og kærastinn minn er búinn að vara mig við að fólki muni finnast ég algjör fáviti fyrir að segja þetta, en mér finnst ég bara furðuleg í útliti. 

Ég fer ekki í bíó til að horfa á kvikmyndirnar mínar, ég horfi á þær fyrirfram. Það fallega við það að vera í sínum eigin líkama er að maður þarf ekki að horfa í andlitið á sér,“ sagði Taylor-Joy í viðtali við The Sun.

Taylor-Joy fór einnig með hlytverk í Jane Austin kvikmyndinni Emmu á þessu ári. Hún segist hafa verið stressuð fyrir því hlutverki. „Ég fékk taugaáfall þegar ég var í Emmu því ég hugsaði „Ég er fyrsta ljóta Emman og ég get ekki gert þetta“, af því að fyrsta línan í myndinni er „Ég er myndarleg, sniðug og rík“,“ sagði Taylor-Joy. 

Anya Taylor-Joy í þáttunum The Queens Gambit.
Anya Taylor-Joy í þáttunum The Queens Gambit.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.