Konungsfjölskyldan syrgir hundinn Lupo

Katrín og Vilhjálmur með Georg son sinn ný fæddan ásamt …
Katrín og Vilhjálmur með Georg son sinn ný fæddan ásamt hundinum Lupo. MICHAEL MIDDLETON

Mikil sorg ríkir nú á heimili Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju eftir að hundurinn Lupo féll frá. Lupo hafði verið í fjölskyldunni í níu ár. 

Fjölskyldan tilkynnti örlög Lupos á Instagram í gær og sagði frá því að hundurinn hefði haldið á vit feðra sinna helgina áður. „Við munum sakna hans svo mikið,“ skrifuðu Katrín og Vilhjálmur. 

Georg Bretaprins og Lupo voru hinir mestu mátar.
Georg Bretaprins og Lupo voru hinir mestu mátar. Ljósmynd/Matt Porteous

James Middleton, bróðir Katrínar, minntist einnig Lupos í færslu á Instagram. „Það getur ekkert búið þig undir að missa hund. Fyrir ykkur sem hafið aldrei átt hund getur verið erfitt að skilja missinn. En þið sem hafið elskað hund vitið sannleikann: hundur er ekki bara gæludýr, hundur er hluti af fjölskyldunni, besti vinurinn, tryggur félagi, kennari og sálfræðingur,“ skrifaði Middleton. 

View this post on Instagram

A post shared by James Middleton (@jmidy)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson