Cyrus féll í faraldrinum

Miley Cyrus er aftur orðin edrú.
Miley Cyrus er aftur orðin edrú. AFP

Tónlistarkonan Miley Cyrus er búin að vera edrú í tvær vikur. Cyrus er þekkt fyrir að vera hreinskilin og þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út tilkynningu þegar hún féll ákvað hún að ljúga ekki að aðdáendum sínum. 

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá eins og svo margt annað fólk féll ég í faraldrinum ... og ég myndi aldrei sitja hér og segja að ég hefði verið edrú þegar ég var það ekki,“ sagði Cyrus í hlaðvarpsþætti í byrjun vikunnar að því er fram kemur á vef E

Hin 28 ára gamla stjarna greindi frá því í sumar að hún hefði verið edrú í hálft ár. Hún neyddist þó til byrja upp á nýtt í nóvember.

Stjarnan segist reyna að sætta sig við að hún féll. „Ekki vera brjáluð, vertu forvitin,“ er mottó sem Cyrus reynir nú að lifa eftir. „Ekki vera reið við sjálfa þig en spurðu þig frekar hvað gerðist,“ sagði Cyrus. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.