Trúlofuð eftir eins árs samband

Gabourey Sidibe og Brandon Frankel eru trúlofuð.
Gabourey Sidibe og Brandon Frankel eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Gabourey Sidibe og Brandon Frankel eru trúlofuð eftir eins árs samband. Frankel fór niður á skeljarnar með aðstoð frá kettinum sínum. 

Sidibe deildi gleðifréttunum með heiminum í gærkvöldi og sagðist vera í skýjunum með að vera trúlofuð besta vini sínum. Frankel sjálfur deildi einnig myndum af því hvernig hann fór að því að biðja hennar. 

„Viltu giftast pabba mínum?“ stóð á ól kattarins og auk þess fyllti hann rúmið þeirra af rósablöðum og setti blöðrur fyrir ofan rúmið sem á stóð „Viltu giftast mér?“. 

Parið hefur verið saman síðan í maí á síðasta ári. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.