Lofar Khloé Kardashian öllu fögru

Khloe Kardashian er ánægð með Tristan Thompson.
Khloe Kardashian er ánægð með Tristan Thompson. mbl.is/AFP

Tristan Thompson er mikið í mun að fá Khloé aftur á sitt band en hann hélt ítrekað framhjá henni. Nú eru þau saman og hann lofar að hann sé breyttur maður.

Heimildir herma að allt gangi vel hjá Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Það að þau séu saman hafi mikla þýðingu fyrir þau bæði. 

„Khloé vill fara hægt í sakirnar en hún er mjög hamingjusöm að hann sé til staðar og allt hefur gengið vel. Tristan hefur gert allt sem hann getur fyrir Khloé. Hann baðst aftur og aftur afsökunar og segist vera breyttur maður til frambúðar. Hann lofar öllu fögru. Hún streittist lengi á móti en hann er hægt og rólega að komast aftur í náðina hjá henni,“ segir heimildarmaður nærri parinu.

Margir hafa þó bent á að það hafi reynst auðvelt fyrir Thompson að vera trúr Kardashian í miðju samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. Freistingarnar hafi verið í lágmarki og hann hefur þurft að verja miklum tíma heima hjá sér. Nú blasir við að NBA-tímabilið er að hefjast og Kardashian er sögð óttast fjarveru hans frá heimilinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.