Michelle Obama neitaði Barack Obama í fyrstu

Forsetahjónin fyrrverand Barack og Michelle Obama.
Forsetahjónin fyrrverand Barack og Michelle Obama. AFP

Michelle Obama var í fyrstu mótfallin því að eiginmaður hennar, Barack Obama, byði sig fram til forseta. Forsetinn fyrrverandi greindi frá þessu í viðtali við bandaríska spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert. 

Obama talaði við aðra en eiginkonu sína áður en hann sagði henni frá hugmyndinni. 

„Nei,“ sagði Michelle Obama þegar forsetinn fyrrverandi viðraði þá hugmynd að bjóða sig fram til forseta. Hann sagði þá við spúsu sína að þau þyrftu að hugsa þetta vandlega og taka ákvörðun. Ef nei yrði svarið þá þýddi það nei. „Hún skipti eiginlega um skoðun, eiginlega,“ sagði Barack Obama.

Forsetinn fyrrverandi sagði að hann væri enn þá í skammkróknum fyrir framboðið. Obama-fjölskyldan gekk í gegnum mjög erfiða tíma þegar hann ákvað að bjóða sig fram til forseta stuttu eftir annað erfitt framboð. 

Hér má sjá viðtal við Barack Obama. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.