Bríet beitt fjárkúgun

Söngkonan Bríet.
Söngkonan Bríet. Eggert Jóhannesson

„Þeir segja að ég fái aðganginn til baka ef ég borga þeim peninga,“ segir söngkonan Bríet í samtali við mbl.is Vísar hún þar til þjófnaðar á instagramaðgangi hennar í gær, en ekkert hefur gengið að ná honum til baka. 

Aðgangur Bríetar var hakkaður, en ljóst er að tölvuárásin kemur að utan. Aðspurð segir hún að fjárhæðin sem óskað hefur verið eftir sé ekki há. „Þetta er ekki mikið, en það breytir engu því ég fæ hann ekkert til baka.“

Ekki er lengur hægt að finna aðgang Bríetar á samfélagsmiðlinum. Aðspurð segist hún vera að skoða leiðir til að ná honum til baka. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.