Kardashian West aftur á dauðadeild

Kim Kardashian West heimsótti Julius Jones á dauðadeildina á mánudag.
Kim Kardashian West heimsótti Julius Jones á dauðadeildina á mánudag. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West heimsótti nýlega fanga á dauðadeild í Oklahomaborg í Bandaríkjunum. Fanginn er Julius Jones sem dæmdur var til dauða fyrir morð. Fjallað var um málið í þáttunum The Last Defence. 

Julius Jones var 19 ára þegar hann var handtekinn fyrir morðið á hinum 45 ára gamla Paul Howell árið 1999. Jones er svartur en Howell var hvítur. Honum er gert að sök að hafa skotið hann til bana og var dæmdur til dauða árið 2002. 

Kardashian West fékk áhuga á málinu þegar hún horfði á þættina The Last Defence sem leikkonan Viola Davis framleiddi. 

Kardashian West hitti Jones og verjanda hans Dale Baich á mánudaginn síðastliðinn og lofaði þeim að hún myndi leggja sitt af mörkum til að hjálpa lögfræðingateymi hans. Eftir heimsóknina á dauðadeildina hitti hún fjölskyldu Jones í nálægri kirkju og ræddi við þau.

Dómurinn yfir Jones er mjög umdeildur og er sagt að málið sé litað af kynþáttafordómum. Jones hefur einnig tjáð sig opinberlega um að hann telji að sökinni hafi verið komið á sig. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kardashian West heimsækir fanga á dauðadeild en á síðasta ári heimsótti hún fangann Kevin Cooper á dauðadeild San Quentin-fangelsisins í Kaliforníu. 

Þar að auki hefur hún heimsótt fjölda annarra fanga og komið að málum margra. Hún hefur frelsað tugi fanga úr fangelsum Bandaríkjanna, stór hluti þeirra fékk lélega málsmeðferð eða þunga dóma fyrir minniháttar brot. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson