Vandræðalegt að sitja með Jolie og Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AP

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone var í fyrsta skipti tilnefnd til Golden Globe-verðlauna árið 2011. Hún tók mömmu sína með sér á verðlaunin og sátu mæðgurnar við hlið leikarahjónanna fyrrverandi Angelinu Jolie og Brads Pitts. 

„Ég var mjög, mjög spennt svo ég tók mömmu með mér. Við sátum við hlið Angelinu Jolie og Brads Pitts,“ sagði Stone í spjallþætti Jimmys Kimmels.

Stone segir að mamma hennar drekki vanalega ekki en þetta kvöld fékk hún sér kampavín og byrjaði svo að tala við Jolie. Jolie, sem er ekki síst fræg fyrir að eiga mörg börn, þurfti að svara spurningum frá mömmu Stone um hvort hún ætti börn, hvað þau hétu og hversu gömul þau væru. 

„Hún vissi þetta allt en hún var að reyna að spjalla,“ sagði Stone og hló. Jolie og Pitt tóku vel í áhuga móður Stone og voru mjög indæl að sögn hennar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.