Bríet, Björn og Una Stef á Degi íslenskrar tónlistar

Lagið Esjan með Bríeti verður í ein þriggja söngperla í …
Lagið Esjan með Bríeti verður í ein þriggja söngperla í forgrunni á Degi íslenskrar tónlistar. Ljósmynd/Aðsend

Dagur íslenskrar tónlistar 2020 verður haldinn hátíðlegur á morgun, 1. desember, þar sem þjóðin er hvött til að syngja með íslenskum lögum sem allir ættu að þekkja en söngnum verður stýrt í beinni útsendingu í gegnum útvarp og sjónvarp.

Tilkynning vegna dagskrár á Degi íslenskrar tónlistar.

Deginum verður fagnað á margvíslegan máta, vonandi af allri þjóðinni sem hvött er til þess að syngja saman - þó ekki í hópum heldur hver með sínu nefi. Útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og tónmenntakennarar landsins hafa æft með börnunum síðustu vikur og ætla þau að syngja saman þennan dag.

Klukkan 13 hefst svo dagskrá þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar verða veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist og loks verða fluttar þrjár íslenskar dægurperlur sem verða í forgrunni þennan dag. Engir gestir verða viðstaddir viðburðinn en honum verður sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV, streymt á ruv.is klukkan 13.

Söngperlurnar þrjár sem verða í forgrunni í ár eru Esjan Bríetar, Tunglið, tunglið taktu mig sem Diddú og Ljósin í bænum gerðu vinsælt árið 1978 og Lítill fugl Sigfúsar Halldórssonar. 

Esjan er eftir þau Bríeti Ísis Elfar og Pálma Ragnar Ásgeirsson og kom út snemma í vor. Lagið er hugljúfur ástaróður til lífsins og náttúrunnar. Bríet flytur lagið þennan dag. Tunglið, tunglið taktu mig er eftir Stefán S. Stefánsson og ljóðið eftir Theodóru Thoroddsen.

Lagið var eins og áður segir upphaflega flutt af Diddú ásamt Ljósunum í bænum en dóttir lagahöfundarins, Una Stefánsdóttir, flytur nú lagið á sinn hátt en hún gerði nýja útgáfu í ár sem þykir ákaflega vel heppnuð. Loks heyrum við lagið Lítill fugl sem sótt er í smiðju eins helsta sönglagaskálds Íslendinga, Sigfúsar Halldórssonar.

Í ár eru hundrað ár frá fæðingu skáldsins og því viðeigandi að eitt hans laga fái að hljóma þennan dag. Til að flytja söngperlu Sigfúsar var fimmtíu ára afmælisbarnið Björn Jörundur fenginn til verksins. Hann mun njóta undirleiks Ragnheiðar Gröndal.

Að vanda verða veittar á þessum degi viðurkenningar þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist. Þ. á m. eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Gerður G. Bjarklind hlaut í fyrra en einnig verða veitt hvatningar- og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi í ljósvakamiðlum.


Nýráðinn framkvæmdastjóri Dags íslenskrar tónlistar og Íslensku tónlistarverðlaunanna er Kristján Freyr en hann hefur meðal annars stýrt tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður frá árinu 2016 þar til nú í haust þegar Mugison tók við keflinu. Kristján Freyr er tónlistarmaður, hefur trommað með hljómsveitum á borð við Geirfuglana, Dr. Gunna og Prins Póló og starfar einnig við bókaútgáfu. 

Það er Samtónn sem stendur að Degi íslenskrar tónlistar en að baki Samtóni standa FÍH, FHF, STEF, SFS, FTT og Tónskáldafélag Íslands. Markmið Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum íslenskra tónlistarmanna og fagaðila, styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa. 

Dagskráin verður í beinni útsendingu á RÚV og eru landsmenn allir sem einn hvattir til þess að taka sér stutt hlé frá vinnu sinni, námi, eða annarri iðju dagsins og syngja með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson