Hélt partí og braut sóttvarnarlög

Rita Ora varð þrítug á dögunum.
Rita Ora varð þrítug á dögunum. AFP

Tónlistarkonan Rita Ora braut sóttvarnarlög í Bretlandi um helgina þegar hún hélt upp á þrítugsafmæli sitt á veitingastað í Lundúnum. Ora bauð um 30 manns í veisluna. Eftir fjölmiðlafár baðst hún afsökunar og ætlar að borga sekt. 

Breskir vefmiðlar greindu frá veislunni. The Sun birti myndir frá gleðskapnum og af lögreglunni koma að veitingastaðnum. Gestir fóru hins vegar inn um bakdyr en í veislunni voru meðal annars fyrirsætusysturnar Poppy og Cara Delevingne

„Það var töluverður fjöldi gesta, allir mjög fínir og allir fóru inn að aftan og öryggisverðir fylgdust með að framan svo enginn færi inn. Veisluhöldin stóðu fram á morgun,“ sagði sjónarvottur. 

Lögreglan staðfesti við The Guardian að lögreglan hafi verið kölluð til eftir að tilkynnt hefði verið um brot á sóttvarnareglum í veislu söngkonunnar. Hringt var á lögreglu klukkan tíu mínútur yfir níu á laugardagskvöldi. 

Sögnkonan baðst afsökunar í dag, mánudag. Hún er sögð ætla að borga sekt. 

Strangar samkomutakmarkanir gilda í Bretlandi og má aðeins hitta eina manneskju utan fjölskyldu nema um sérstakar aðstæður sé að ræða. Veitingastaðir eiga einnig að vera lokaðir en taka má mat með heim. 

Rita Ora.
Rita Ora. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.