Paltrow átti Óskarinn ekki skilið

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Leikkonunni Glenn Close finnst leikkonan Gwyneth Paltrow ekki hafa átt Óskarsverðlaunin árið 1999 skilið. Paltrow hlaut verðlaunin í flokki bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 

Í viðtali við ABC News á dögunum sagði Close að frammistaða Fernanda Montenegro í Central Station hafi verið betri en Paltrow. 

„Í sannleika sagt finnst mér það að vera tilnefndur af jafningum sínum eitt það besta í heimi. Og síðan hef ég samt aldrei skilið hvernig maður getur borið frammistöðu saman. Ég man þegar Gwyneth Paltrow vann frekar en þessi magnaða leikkona sem lék í Central Station og ég hugsaði bara „Ha? Þetta kemur ekki heim og saman“,“ sagði Close. 

Close segir að það skipti meira máli hvaða kvikmyndum gengur vel og hvaða kvikmyndir drógu flesta áhorfendur að. 

Glenn Close.
Glenn Close. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.