Hættur með 23 ára barnsmóðurinni

Johnny Galecki og Alaina Meyer þegar allt lék í lyndi.
Johnny Galecki og Alaina Meyer þegar allt lék í lyndi. Skjáskot/Instagram

The Big Bang Theory-leikarinn Johnny Galecki er hættur með fyrirsætunni Alainu Meyer. Fyrsta barn þeirra, sonurinn Avery, kom í heiminn fyrir ári og var parið einungis saman í tvö ár. 

Heimildarmaður People segir að parið sé hætt saman en stefni að því að ala son sinn upp saman en hann verður eins árs núna í desember. Parið hefur ekki sést saman á myndum á samfélagsmiðlum síðan um páskana. 

Galecki, sem er 45 ára, og Meyer, 23 ára, byrjuðu saman árið 2018. Í ágúst sama ár fóru þau saman til Bahamaeyja. Í september það ár staðfestu þau sambandið á samfélagsmiðlum og í nóvember fyrir tveimur árum mættu þau saman á rauða dregilinn. 

Leikarinn var áður í sambandi með mótleikkonu sinni úr The Big Bang Theory, Kaley Cuoco. Þau voru saman í tvö ár en hættu saman árið 2010. Hún er nú gift og eru þau góðir vinir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.