Héluð nýjabrumsgotatónlist

Garðar Borgþórsson, Daníel Hjálmtýsson, Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason.
Garðar Borgþórsson, Daníel Hjálmtýsson, Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason.

Fyrsta EP-plata Daníels Hjálmtýssonar, Daníel Hjálmtýsson EP, kom út 20. nóvember en Daníel er einkum þekktur, bæði hér á landi sem erlendis, fyrir hliðarverkefni sitt HYOWLP. Samstarfsmenn hins kunna tónlistarmanns Marks Lanegans, Belgarnir Aldo Struyf og Lyenn, koma við sögu á plötunni en Daníel kynntist Lanegan þegar hann skipulagði tónleika með honum hér á landi árið 2013. Á plötunni leikur hljómsveit Daníels með honum, skipuð þeim Hálfdáni Árnasyni, Pétri Hallgrímssyni og Skúla Gíslasyni. Plötuna hljóðritaði, hljóðblandaði og klippti Jóhannes Birgir Pálmason, liðsmaður hljómsveitanna The Ghost Choir, Epic Rain o.fl. og um hljómjöfnun sá Alain Johannes sem unnið hefur með Queens of The Stone Age, Chris Cornell, Mark Lanegan, Eleven, PJ Harvey og fleirum.

Umslag plötunnar.
Umslag plötunnar.

„Icy neo-goth“

„Það er svolítið erfitt að setja merkimiða á hana,“ segir Daníel þegar hann er beðinn að lýsa tónlistinni. „Þetta er blanda af rokki, ballöðum, elektróník og tilraunatónlist, þetta er svona „alternative, electronic, experimental“ rokk,“ segir hann og vísar svo í lýsingu Lanegans vinar síns á tónlistinni, „icy neo-goth“, sem þýða mætti sem ískalda nýgotnesku eða hélaða nýjabrumsgotatónlist. Daníel segir tónlistina auk þess sambland áhrifavalda á borð við Nick Cave, Queens of the Stone Age, Leonard Cohen, gamalt kántrí og klassík.

„Þessi plata er eiginlega svona „sneak peak“ inn í okkar hugarheim í tónlist, engin tvö lög eru í sama fíling, hvert þeirra er í sínum hljóðheimi og mynda saman eina heild en eru þó sérstakar eyjur hvert fyrir sig. Eyjur í sama hafinu,“ útskýrir Daníel. Lokalag plötunnar sé endurskoðuð útgáfa af lagi sem hann gaf út í janúar, „Birds“, sem valið var lag dagsins á útvarpsstöðinni KEXP í maí. „Við ákváðum að strippa það niður, hafa það eins bert og hægt er, ýta undir strengi og annað sem var falið undir látum í hinni útgáfunni.“

Sem fyrr segir sá Jóhannes Pálmason um hljóðritun, hljóðblöndun og klippingu og segir Daníel hann mjög færan. „Mig langaði að prófa eitthvað alveg nýtt og hann hefur nálgun á tónlist sem þykir sérstök hérna, svona lo-fi, neo-klassísk elektróník, hæglát tónlist sem við vildum fá element úr inn í þessa tónlist,“ segir Daníel um samstarfið við Jóhannes. Greina megi áhrif frá Jóhannesi hér og þar á plötunni.

Langar út

Ekki er nóg með að Daníel hafi flutt inn Mark Lanegan og þeim orðið vel til vina heldur er Daníel nú einnig kominn á mála hjá Thero Agency í Hollandi, sömu umboðsskrifstofu og vinnur með Lanegan. Roy nokkur er nú umboðsmaður Daníels en hann sér um skipulag tónleikaferða fyrir Lanegan. Kynni Daníels af Lanegan hafa því haft margvísleg áhrif, eins og sjá má, „skemmtilegt ferðalag sem byrjaði í Fríkirkjunni“, eins og Daníel orðar það.

Daníel og hljómsveit hans stefna að því að taka upp breiðskífu á næsta ári og segir hann efni í raun tilbúið á þá plötu, aðeins þurfi að komast í hljóðver og taka hana upp.

„Við stefnum að því að gera „live“ vídeó á næsta ári og tónlistarmyndbönd og erum farnir að skoða markaðina úti, okkur langar að komast út og spila eitthvað,“ segir Daníel en allt veltur þetta auðvitað á kórónuveirunni.

Bráðum koma blessuð jólin og segir Daníel að því miður muni hann og hljómsveitin ekki geta haldið stóra hátíðartónleika í Iðnó eins og hefð hefur skapast fyrir hin síðustu ár. Við því er auðvitað ekkert að gera.

Vefsíðu Daníels má finna á slóðinni danielhjalmtysson.com.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant