Biðst afsökunar á fjölmennu fjölskylduboði

Cardi B héld fjölmennt fjölskylduboð um helgina.
Cardi B héld fjölmennt fjölskylduboð um helgina. AFP

Tónlistarkonan Cardi B hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá fjölmennu fjölskylduboði sem hún hélt um helgina. Hún segist hafa gleymt sér í gleðinni og biðst afsökunar á því að hafa montað sig af boðinu. 

„Fyrirgefið, ég var ekki að reyna að láta neinum líða illa. Ég var bara að fá fjölskylduna mína heim til mín í fyrsta skipti og það var svo gaman og mér leið svo vel. Ég eyddi svo miklum pening í að láta alla fara í skimun, en mér fannst það þess virði. Ég var ekki að reyna að móðga neinn,“ skrifaði Cardi B. 

Hún bætti við að hún hafi fylgt ýtrustu sóttvarnareglum og farið í skimun reglulega síðustu vikurnar. Hún fer í skimun fjórum sinnum í viku. 

Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Cardi B og allar skimanirnar voru ekki allir ánægðir með að hún héldi fjölmennt fjölskylduboð og sýndi frá því. 

„Það er óábyrgt að monta sig af fjölmennu fjölskylduboði í heimsfaraldri, þegar milljónir aðdáenda þinna hafa ekki efni á því að fara í hraðskimun,“ skrifaði einn. 

„Veiran gefur ríkum ekki rétt á því að monta sig af ríkidæmi sínu. Flest okkar vildu óska þess að þau hefðu efni á að halda fjölskylduboð, en okkur þykir það vænt um eldra fólkið okkar að við sleppum því, sama hvort við erum efnuð eða ekki,“ skrifaði annar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.