Eiginkona Page stolt

Elliot Page og Emma Portner í fyrra.
Elliot Page og Emma Portner í fyrra. AFP

Eiginkona Elliots Page, dansarinn Emma Portner, er stolt af maka sínum fyrir að hafa komið út úr skápnum sem trans í gær. Portner deildi yfirlýsingu Page á samfélagsmiðlum í gær og sagðist í leiðinni vera stolt af honum. 

„Ég er svo stolt af Elliot Page. Trans, hinsegin, kynsegin er gjöf til þessa heims. Ég bið líka um þolinmæði og næði,“ skrifaði Portner sem hvatti fólk til þess að styðja transfólk á hverjum degi. 

„Ég vildi deila því með ykk­ur að ég er trans, ég vil vera ávarpaður með for­nafn­inu hann eða hán og ég heiti Elliot. Mér finnst ég vera hepp­inn að skrifa þetta. Að vera hér. Að vera kom­inn á þenn­an stað í líf­inu,“ skrifaði Page meðal annars í yfirlýsingu sinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.