Fauci lítur ekki á sig sem stórstjörnu

Dr. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er maður …
Dr. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er maður ársins að mati People. AFP

Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, er á meðal þeirra sem voru valdir menn ársins af bandaríska tímaritinu People. Frægðarstjarna Faucis reis hátt í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum en sjálfur lítur hann ekki á sig sem stjörnu. 

„Við höfum verið að takast á við skelfilega erfiða áskorun í heilbrigðiskerfinu, í verulega klofnu samfélagi á virkilega annasömu kosningaári. Þetta hefur verið virkilega mikil áskorun þegar þú leggur þetta allt saman,“ segir Fauci í viðtali við People. 

Bandaríkjamenn hafa tekið ástfóstri við Fauci og hefur hann reynt að skilja þessa nýfundnu frægð sína, en það er sjaldan sem sóttvarnalæknar ríkja verða stórstjörnur nema á veirutímum. Aðdáendur hans hafa meðal annars látið prenta andlit hans á allt frá sokkum til andlitsgríma.

„Þetta er svo óraunverulegt og að einhverju leiti fyndið og gott. En maður má ekki taka svona hluti alvarlega og fara að halda að maður sé stórstjarna. Þegar maður fer að halda það lendir maður í vandræðum. Ég er læknir. Ég er vísindamaður. Og ég er opinber heilbrigðisstarfsmaður,“ sagði Fauci. 

Stórleikarinn Brad Pitt túlkaði persónu Faucis í skemmtiþættinum Saturday Night Live í apríl síðastliðnum og viðurkennir Fauci að hann hafi flissað yfir því. 

„Ég er klárlega ekki jafn myndarlegur og hann, en ég held hann hafi staðið sig vel,“ sagði Fauci.

Bandaríska þjóðin elskar Fauci.
Bandaríska þjóðin elskar Fauci. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson