Hasar á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar

Margrét Þórarinsdóttir er neðst vinstra megin.
Margrét Þórarinsdóttir er neðst vinstra megin. Skjáskot/Youtube

Nokkuð skemmtileg uppákoma varð á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í gær. Grétar Þór Sigurðsson vakti fyrstur athygli á uppákomunni en á fundinum varð uppi fótur og fit hjá Margréti Þórarinsdóttur, fulltrúa Miðflokksins í Reykjanesbæ, þegar tölvan hennar var að verða straumlaus. 

Margrét hafði nýverið lokið máli sínu um forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar og þögn var á fundinum. Þá slökkti Margrét á myndavélinni en ekki á míkrófóninum með þeim afleiðingum að allir heyrðu þegar hún hrópaði: „Krakkar, ég þarf hleðslutækið mitt núna!“

Köll Margrétar vöktu eðlilega kátínu hjá fundargestum sem skelltu upp úr og sögðust ekki geta hjálpað henni með það að svo stöddu. 

Atvikið má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant