Pocahontas-stjarnan handtekin tvisvar

Irene Bedard talaði fyrir Pocahontas í teiknimyndinni.
Irene Bedard talaði fyrir Pocahontas í teiknimyndinni. Ljósmynd/Disney

Leikkonan Irene Bedard, konan sem ljéði Pocahontas rödd sína, var handtekinn tvisvar á þremur dögum. Hún var handtekinn um helgina á heimili fyrrverandi eiginmanns og nokkrum dögum síðar á hóteli. 

Bedard var handtekin á aðfaranótt laugardags að því fram kemur á vef Page Six á heimili fyrrverandi eiginmanns hennar í Beavercreek í Ohio í Bandaríkjunum. Lögregla mætti á svæðið vegna gruns um heimilisofbeldi. Að sögn lögreglu var leikkonan var undir áhrifum. Leikkonan á að hafa öskrað og lamið 17 ára gamlan son sinn. Sonurinn á að hafa sagt lögregluþjónum að móðir hans væri góð þegar hún væri ekki að drekka áfengi. Sonurinn vildi ekki kæra móður sína. 

Nokkrum dögum síðar var hún handtekin á hóteli fyrir að áreita starfsmann í móttöku. Að sögn lögreglu leit Bedard út fyrir að vera undir áhrifum. 

Stjarnan talaði fyrir Pocahontas í samnefndri vinsælli Disney-mynd frá árinu 1995 en Mel Gibson talaði fyrir John Smith. Útlit Pocahontas var einnig byggt á Bedard. Stjarna hennar hefur þó skinið skærar en nú. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.