„Ég og Gísli Marteinn erum sammála um fátt“

Sigmar vandar Gísla Marteini ekki kveðjurnar.
Sigmar vandar Gísla Marteini ekki kveðjurnar. Ljósmynd/Samsett

„Ég og Gísli Marteinn erum sammála um fátt, eins og í fyrra þegar hann fór að kvarta yfir því að löggan væri ekki að sekta þá sem voru enn á nöglum. Það var enn þó frost, sko. Ísland er ekki bara miðbær Reykjavíkur, sko, Ísland er Ísland,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður.

Sigmar er nýjasti gestur Skoðanabræðra, þeirra Bergþórs og Snorra Mássona, þar sem hann tjáir sig meðal annars um afstöðu sína til borgarlínunnar og viðhorf Gísla Marteins Baldurssonar, sjónvarpsmanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, í skipulagsmálum.

Reykjavík stórborg? „Gleymdu hugmyndinni!“

„Við erum 360.000 manns, við verðum aldrei stórborg. Við erum eins og hliðarhverfi í hvaða stórborg sem er. Byrjum á því að átta okkur á því,“ segir Sigmar.

„Í borgarmyndinni sem Gísli er alltaf að lýsa þá ertu með sporvagna, lestir og strætóa og þú ert með veðurfar sem býður upp á að þú hjólir 300 daga á ári. Hér er það bara ekki raunveruleikinn og þú getur ekki ætlast til þess að einstæð móðir í Grafarvogi hjóli í vinnuna sína „downtown“ eða taki strætó og skutli líka barninu sínu á fótboltaæfingu, versli í matinn og græji allt sem þarf að græja. Bara gleymdu hugmyndinni.“

Hann telur ómögulegt að „kenna“ fólki að notast við nýja samgöngumáta eins og almenningssamgöngur, Íslendingar vilji og muni áfram vilja notast við einkabílinn.

Gísli Marteinn ekki í tengslum við raunveruleikann

„Þegar Gísli kemur og prédikar, þú veist, gæinn hefur aldrei unnið í einkafyrirtæki, hann hefur aldrei þurft að vera mættur á slaginu átta, fá viðvörun ef hann mætir of seint og svo missa vinnuna í þriðja skiptið. Hann er aldrei í samkeppni um starfið sitt öðruvísi en það að hann hefur verið í framboði og unnið hjá RÚV.

Og þar er hann með þátt einhvern tímann og einhvern tímann og getur unnið heima,“ segir Sigmar. „Þú verður að tengja þig við raunveruleikann.“

Rafbílavæðing í stað borgarlínu 

Hann telur að borgarlínan muni misheppnast. „Nú skal ég bara segja það hér og nú og þið skuluð bara halda mig ábyrgan fyrir þessum orðum mínum: Þetta verður klúður og það verður engin notkun að viti á þessu kerfi,“ segir Sigmar og leggur til að í staðinn leitist Íslendingar við að rafbílavæðast alfarið fyrstir þjóða.

Gísli ræddi borgarstjórakapalinn fræga

Hlaðvarpsþátturinn Skoðanabræður hefur í rúmt ár verið einn sá vinsælasti á landinu. Téður Gísli Marteinn Baldursson var gestur þeirra bræðra í sumar og ræddi hann meðal annars borgarskipulag og hina frægu borgarstjórafléttu Ólafs F. Magnússonar, sem var borgarstjóri í aðeins nokkra mánuði á meðan Gísli sjálfur var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Það skondna er þó að fyrir rúmum áratug gerði Sigmar Vilhjálmsson lag, í fulltingi vinar síns Jóhannesar Ásbjörnssonar, þar sem gert var grín að borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér þó verkefnin séu mörg.