Kærastinn vildi að J-Lo fengi bótox 23 ára

Jennifer Lopez segist ekki nota bótox.
Jennifer Lopez segist ekki nota bótox. AFP

Jennifer Lopez var aðeins 23 ára þegar þáveradi kærasti hennar spurði hvort hún vildi ekki fá sér bótox. Söng- og leikkonan sem er 51 árs segir í viðtali við Elle aldrei hafa fengið sér bótox en notar því mun meira af sólarvörn. 

Lopez fór til læknis með kærastanum þegar hún var hvött til að fá sér bótox. 

„Vissir þú að þú værir með litla línu hérna?“ sagði húðlæknirinn við Lopez og stakk upp á því að hún fengi sér bótox. „Ég meina, ég var örugglega 23 ára,“ hélt Lopez sagði áfram og sagðist hafa afþakkað boðið. 

„Jú, þú ættir að byrja. Ég geri það,“ sagði kærastinn sem hvatti hana til að fá sér bótox. 

„Ég velti því bara fyrir mér hvað hefði komið fyrir mig ef ég hefði byrjað að fá mér bótox 23 ára, hvernig ég liti út í dag. Andlitið á mér væri allt öðruvísi.“

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.